Landsréttur sneri við sjö ára dómi fyrir barnaníð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2020 16:47 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Hanna Karlmaður á sextugsaldri sem dæmdur var í sjö ára fangelsi fyrir brot á syni sínum yfir margra ára tímabil hefur verið sýknaður í Landsrétti. Dómur var kveðinn upp í dag og taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á sekt karlmannsins gegn eindreginni neitun hans. Drengurinn var á aldrinum fjögurra til ellefu ára þegar hann sagði brotin hafa átt sér stað. Sonurinn taldi pabba sinn hafa brotið á sér flestar pabbahelgar en þangað fór hann aðra hverja helgi eftir að foreldrar hans slitu samvistum. Málið rataði ekki á borð lögreglu fyrr en sonurinn var kominn á miðjan þrítugsaldur. Þá kærði sonurinn föður sinn til lögreglu. Héraðsdómur taldi framburð sonarins trúanlegan og lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Var bótakrafa sonarins um þrjár milljónir króna úr hendi föður samþykkt. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómnum kom fram að við skýrslugjöf sonarins fyrir héraðsdómi hefði þess ekki verið gætt að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins. Það hefði torveldað mjög möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans. Þá var rakið að ekki hefði verið fullt samræmi í framburði sonarins hjá lögreglu, í héraði og fyrir Landsrétti. Auk þess hefði ýmislegt annað sem sem sonurinn bar vitni um og dómurinn í héraði byggt á ekki fengið stoð í framburði annarra vitna. Faðirinn hefði á hinn bóginn verið stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í framburði sínum á öllum stigum málsins. Með hliðsjón af því var ekki talið að ríkissaksóknara hefði tekist sýna fram á sekt föðurins. Var hann því sýknaður og einkaréttarkröfu sonarins um bætur vísað frá. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Drengurinn var á aldrinum fjögurra til ellefu ára þegar hann sagði brotin hafa átt sér stað. Sonurinn taldi pabba sinn hafa brotið á sér flestar pabbahelgar en þangað fór hann aðra hverja helgi eftir að foreldrar hans slitu samvistum. Málið rataði ekki á borð lögreglu fyrr en sonurinn var kominn á miðjan þrítugsaldur. Þá kærði sonurinn föður sinn til lögreglu. Héraðsdómur taldi framburð sonarins trúanlegan og lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Var bótakrafa sonarins um þrjár milljónir króna úr hendi föður samþykkt. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómnum kom fram að við skýrslugjöf sonarins fyrir héraðsdómi hefði þess ekki verið gætt að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins. Það hefði torveldað mjög möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans. Þá var rakið að ekki hefði verið fullt samræmi í framburði sonarins hjá lögreglu, í héraði og fyrir Landsrétti. Auk þess hefði ýmislegt annað sem sem sonurinn bar vitni um og dómurinn í héraði byggt á ekki fengið stoð í framburði annarra vitna. Faðirinn hefði á hinn bóginn verið stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í framburði sínum á öllum stigum málsins. Með hliðsjón af því var ekki talið að ríkissaksóknara hefði tekist sýna fram á sekt föðurins. Var hann því sýknaður og einkaréttarkröfu sonarins um bætur vísað frá.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira