LeBron James valinn íþróttamaður ársins hjá Time Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 17:01 LeBron [fyrir miðju hrúgunnar] fagnar NBA-meistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Lakers. Hann var í dag valinn íþróttamaður ársins af tímaritinu Time. Hafði það þó meira að gera með frammistöðu LeBron utanvallar. Mike Ehrmann/Getty Images Þrátt fyrir að verða meistari með Los Angeles Lakers á einu undarlegasta NBA-tímabili í manna minnum þá er það sem LeBron afrekaði utan vallar það sem leiddi til þess að tímaritið Time valdi hann íþróttamann ársins. Hinn 35 ára gamli LeBron [verður 36 ára þann 30. desember] fór fyrir sínum mönnum í LA Lakers er liðið landaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli í heilan áratug. Eftir mögur ár þar sem liðið var hvergi nálægt því að komast í úrslitakeppnina þá tókst LeBron að lyfta grettistaki í Englaborginni með hjálp Anthony Davis, Rob Pelinka, Frank Vogel, Jeanie Buss og öðru góðu fólki. Það eitt og sér - að vinna NBA-deildina í körfubolta - var þó engan veginn ástæðan fyrir því að tímaritið Time valdi hann sem íþróttamann ársins og var í rauninni ekki það helsta sem LeBron afrekaði á árinu. LeBron's 2020:- Published a children's book- Launched More Than A Vote- Raised $100M for The SpringHill Company- Won a Sports Emmy- Struck film deal with Universal- Appeared on first Wheaties box- Won 4th NBA Championship and 4th Finals MVP- TIME Athlete of the Year pic.twitter.com/3aQPUWdjUf— Front Office Sports (@FOS) December 11, 2020 Árið í ár var merkilegt fyrir margar sakir. Kórónufaraldurinn hefur haft áhrif á líf nær allra íbúa jarðar. Lakers goðsögnin Kobe Bryant lést í skelfilegu þyrluslysi snemma á árinu ásamt dóttur sinni og sjö öðrum. Þá voru forsetakosningar í Bandaríkjunum, þar spilaði LeBron stóran þátt en hann – líkt og svo margir aðrir – töldu sig ekki þola önnur fjögur ár með Donald J. Trump í forsetastólnum. Þann 8. júní ákvað James að gera eitthvað í málunum. Innan við tveimur vikum síðar hafði hann komið More Than a Vote-samtökunum á laggirnar. Eina takmark samtakanna var að fá fleira fólk til að kjósa í forsetakosningum Bandaríkjanna. Kosningaferlið þar í landi er töluvert flóknara en við þekkjum hér á Íslandi og áttu samtökin að aðstoða fólk við að skrá sig – svo það gæti kosið – sem og að aðstoða það í að finna út hvar, hvenær og hvernig það gæti nýtt kosningarétt sinn. After nearly two decades in the NBA, LeBron James has fully embraced that his talent on the court is a means to achieving something greater off it. And this year, more than in any before it, he showed why he is unrivaled in both #TIMEPOY https://t.co/oNwWvpWQlx— TIME (@TIME) December 11, 2020 Samtökin stungu upp á því að nota íþróttahallir og velli sem kosningastaði þar sem þá væri hægt að virða tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir. Einnig var mælt með því að nota yngra fólk til að vinna á kosningastöðunum þar sem eldra fólk væri í meiri áhættuhóp þegar kemur að kórónuveirunni. LeBron tjáði sig reglulega um málstaðinn á samfélagsmiðlum sínum og var myndaði í ´Vote or Die!´ bol á æfingu. LeBron's shirt at practice: "Vote or Die!" pic.twitter.com/khoUz9xT3q— SportsCenter (@SportsCenter) August 31, 2020 Þrátt fyrir að vera einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar, og mögulega einn sá besti í sögunni, á lætur LeBron það ekki aftra sér í að láta til sín taka utan vallar. Segja má að titill Lakers í „búbblunni“ í Disney World hafi verið rúsínan í pylsuendanum. Það er þess vegna sem LeBron James er íþróttamaður ársins 2020 að mati tímaritsins Time. Körfubolti NBA Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Hinn 35 ára gamli LeBron [verður 36 ára þann 30. desember] fór fyrir sínum mönnum í LA Lakers er liðið landaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli í heilan áratug. Eftir mögur ár þar sem liðið var hvergi nálægt því að komast í úrslitakeppnina þá tókst LeBron að lyfta grettistaki í Englaborginni með hjálp Anthony Davis, Rob Pelinka, Frank Vogel, Jeanie Buss og öðru góðu fólki. Það eitt og sér - að vinna NBA-deildina í körfubolta - var þó engan veginn ástæðan fyrir því að tímaritið Time valdi hann sem íþróttamann ársins og var í rauninni ekki það helsta sem LeBron afrekaði á árinu. LeBron's 2020:- Published a children's book- Launched More Than A Vote- Raised $100M for The SpringHill Company- Won a Sports Emmy- Struck film deal with Universal- Appeared on first Wheaties box- Won 4th NBA Championship and 4th Finals MVP- TIME Athlete of the Year pic.twitter.com/3aQPUWdjUf— Front Office Sports (@FOS) December 11, 2020 Árið í ár var merkilegt fyrir margar sakir. Kórónufaraldurinn hefur haft áhrif á líf nær allra íbúa jarðar. Lakers goðsögnin Kobe Bryant lést í skelfilegu þyrluslysi snemma á árinu ásamt dóttur sinni og sjö öðrum. Þá voru forsetakosningar í Bandaríkjunum, þar spilaði LeBron stóran þátt en hann – líkt og svo margir aðrir – töldu sig ekki þola önnur fjögur ár með Donald J. Trump í forsetastólnum. Þann 8. júní ákvað James að gera eitthvað í málunum. Innan við tveimur vikum síðar hafði hann komið More Than a Vote-samtökunum á laggirnar. Eina takmark samtakanna var að fá fleira fólk til að kjósa í forsetakosningum Bandaríkjanna. Kosningaferlið þar í landi er töluvert flóknara en við þekkjum hér á Íslandi og áttu samtökin að aðstoða fólk við að skrá sig – svo það gæti kosið – sem og að aðstoða það í að finna út hvar, hvenær og hvernig það gæti nýtt kosningarétt sinn. After nearly two decades in the NBA, LeBron James has fully embraced that his talent on the court is a means to achieving something greater off it. And this year, more than in any before it, he showed why he is unrivaled in both #TIMEPOY https://t.co/oNwWvpWQlx— TIME (@TIME) December 11, 2020 Samtökin stungu upp á því að nota íþróttahallir og velli sem kosningastaði þar sem þá væri hægt að virða tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir. Einnig var mælt með því að nota yngra fólk til að vinna á kosningastöðunum þar sem eldra fólk væri í meiri áhættuhóp þegar kemur að kórónuveirunni. LeBron tjáði sig reglulega um málstaðinn á samfélagsmiðlum sínum og var myndaði í ´Vote or Die!´ bol á æfingu. LeBron's shirt at practice: "Vote or Die!" pic.twitter.com/khoUz9xT3q— SportsCenter (@SportsCenter) August 31, 2020 Þrátt fyrir að vera einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar, og mögulega einn sá besti í sögunni, á lætur LeBron það ekki aftra sér í að láta til sín taka utan vallar. Segja má að titill Lakers í „búbblunni“ í Disney World hafi verið rúsínan í pylsuendanum. Það er þess vegna sem LeBron James er íþróttamaður ársins 2020 að mati tímaritsins Time.
Körfubolti NBA Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira