Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 09:30 Jose Mourinho með sínum leikmönnum eftir leikinn í gærkvöldi. AP/Kirsty Wigglesworth Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira