Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 13:30 Rúrik hannaði nýjan SOS Barnaþorpin bol. „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. „Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
„Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira