„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent