Benzema skaut Real í 16-liða úrslit | Inter endaði á botni riðilsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 21:55 Benzema reyndist hetja Real Madrid í kvöld. Berengui/Getty Images Karim Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Borussia Mönchengladbach í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Inter Milan og Shakhtar Donetsk gerðu markalaust jafntefli í Mílanó sem þýðir að Inter er fallið úr leik. Mikil spenna var fyrir leiki kvöldsins í B-riðli enda um að ræða opnasta riðil keppninnar fyrir leiki kvöldsins. Real Madrid og Inter Milan þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að komast upp úr riðlinum. Real Madrid hefur ekki átt góðu gengi að fagna það sem af er vetri en þeir voru hreint út sagt magnaðir í kvöld. Benzema kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og tvöfaldaði forystu þeirra eftir rúman hálftíma. Bæði mörkin með skalla, það fyrra eftir fyrirgjöf Lucas Vazquez og það síðara eftir fyrirgjöf Rodrygo. 9 Benzema headed goal 31 Benzema headed goal pic.twitter.com/PUSivd6Y5M— B/R Football (@brfootball) December 9, 2020 Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Real óð þó í færum og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk. Sigurinn þýðir að Real vinnur riðilinn og Mönchengladbach fer einnig áfram í 16-liða úrslit þar sem liðið endar með jafn mörg stig og Shakhtar Donetsk en með betri innbyrðis viðureignir. Inter Milan var töluvert sterkari aðilinn í leik sínum gegn Shakhtar en náði ekki að brjóta ísinn. Antonio Conte gerði hverja sóknarsinnuðu skiptinguna á fætur annarri virtist sem varamaðurinn Alexis Sanchez væri að fara koma Inter yfir undir lok leiks. Fastur skalli hans eftir hornspyrnu fór hins vegar í Romelu Lukaku en ef Belginn hefði ekki verið fyrir hefði knötturinn að öllum líkindum sungið í netinu. Sanchez stangaði knöttinn að marki undir lok leiks en Lukaku var fyrir.@OptaPaolo Lokatölur 0-0 sem þýðir að Shakhtar fer í Evrópudeildina á meðan Inter endar í neðsta sæti B-riðils. Er þetta í fyrsta sinn sem Inter endar í neðsta sæti riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Þægilegt hjá Bayern, Atlético, Man City og Porto Bayern München, Atlético Madrid, Manchester City og Porto voru öll komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar er leikir kvöldsins hófust. Það breytti því ekki að öll fjögur lið unnu sína leiki ásamt því að halda marki sínu hreinu. 9. desember 2020 22:15
Karim Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Borussia Mönchengladbach í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Inter Milan og Shakhtar Donetsk gerðu markalaust jafntefli í Mílanó sem þýðir að Inter er fallið úr leik. Mikil spenna var fyrir leiki kvöldsins í B-riðli enda um að ræða opnasta riðil keppninnar fyrir leiki kvöldsins. Real Madrid og Inter Milan þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að komast upp úr riðlinum. Real Madrid hefur ekki átt góðu gengi að fagna það sem af er vetri en þeir voru hreint út sagt magnaðir í kvöld. Benzema kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og tvöfaldaði forystu þeirra eftir rúman hálftíma. Bæði mörkin með skalla, það fyrra eftir fyrirgjöf Lucas Vazquez og það síðara eftir fyrirgjöf Rodrygo. 9 Benzema headed goal 31 Benzema headed goal pic.twitter.com/PUSivd6Y5M— B/R Football (@brfootball) December 9, 2020 Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Real óð þó í færum og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk. Sigurinn þýðir að Real vinnur riðilinn og Mönchengladbach fer einnig áfram í 16-liða úrslit þar sem liðið endar með jafn mörg stig og Shakhtar Donetsk en með betri innbyrðis viðureignir. Inter Milan var töluvert sterkari aðilinn í leik sínum gegn Shakhtar en náði ekki að brjóta ísinn. Antonio Conte gerði hverja sóknarsinnuðu skiptinguna á fætur annarri virtist sem varamaðurinn Alexis Sanchez væri að fara koma Inter yfir undir lok leiks. Fastur skalli hans eftir hornspyrnu fór hins vegar í Romelu Lukaku en ef Belginn hefði ekki verið fyrir hefði knötturinn að öllum líkindum sungið í netinu. Sanchez stangaði knöttinn að marki undir lok leiks en Lukaku var fyrir.@OptaPaolo Lokatölur 0-0 sem þýðir að Shakhtar fer í Evrópudeildina á meðan Inter endar í neðsta sæti B-riðils. Er þetta í fyrsta sinn sem Inter endar í neðsta sæti riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Þægilegt hjá Bayern, Atlético, Man City og Porto Bayern München, Atlético Madrid, Manchester City og Porto voru öll komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar er leikir kvöldsins hófust. Það breytti því ekki að öll fjögur lið unnu sína leiki ásamt því að halda marki sínu hreinu. 9. desember 2020 22:15
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55
Þægilegt hjá Bayern, Atlético, Man City og Porto Bayern München, Atlético Madrid, Manchester City og Porto voru öll komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar er leikir kvöldsins hófust. Það breytti því ekki að öll fjögur lið unnu sína leiki ásamt því að halda marki sínu hreinu. 9. desember 2020 22:15
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti