Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 14:07 Pfizer-bóluefnið lofar góðu. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. New York Times greinir frá og vísar í gögn sem stofnunin hefur birt á vefsíðu sinni í aðdraganda þess að ráðgjafahópur stofnunarinnar um bóluefni fundar. Lyfjafyrirtækið Pfizer, sem þróaði bóluefnið ásamt BioNtech, gaf út í nóvember að þriðja stig prófana sýndi að bóluefnið veitti 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni með tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Gögnin sem New York Times vitnar í benda hins vegar til þess að bóluefnið veiti góða vörn fyrr en áður hafði verið reiknað með. Um er að ræða greiningu á athugunum sérfræðinga Matvæla- og lyfjastofnunarinnar sem og Pfizer. Virðist virka vel óháð aldri, kynþætti eða þyngd Þá segir einnig í frétt New York Times að bóluefnið hafi virkað vel, óháð aldri, kynþætti eða þyngt þeirra sem fengu bóluefnið í prófunum. Engar alvarlegar aukaverkanir hafi fundist en margir sjálfboðaliðar fundu þó fyrir verkjum, hita og öðrum aukaverkunum. Ráðgjafaráð stofnunarinnar mun fara yfir gögnin á fundi á fimmtudaginn. Vinnan er hluti af því ferli sem er nú í gangi hjá stofnunni um hvort heimila eigi notkun bóluefnisins. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. Reiknað er með að skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í vikunni um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga hér á landi. Lesa má frétt New York Times hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
New York Times greinir frá og vísar í gögn sem stofnunin hefur birt á vefsíðu sinni í aðdraganda þess að ráðgjafahópur stofnunarinnar um bóluefni fundar. Lyfjafyrirtækið Pfizer, sem þróaði bóluefnið ásamt BioNtech, gaf út í nóvember að þriðja stig prófana sýndi að bóluefnið veitti 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni með tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Gögnin sem New York Times vitnar í benda hins vegar til þess að bóluefnið veiti góða vörn fyrr en áður hafði verið reiknað með. Um er að ræða greiningu á athugunum sérfræðinga Matvæla- og lyfjastofnunarinnar sem og Pfizer. Virðist virka vel óháð aldri, kynþætti eða þyngd Þá segir einnig í frétt New York Times að bóluefnið hafi virkað vel, óháð aldri, kynþætti eða þyngt þeirra sem fengu bóluefnið í prófunum. Engar alvarlegar aukaverkanir hafi fundist en margir sjálfboðaliðar fundu þó fyrir verkjum, hita og öðrum aukaverkunum. Ráðgjafaráð stofnunarinnar mun fara yfir gögnin á fundi á fimmtudaginn. Vinnan er hluti af því ferli sem er nú í gangi hjá stofnunni um hvort heimila eigi notkun bóluefnisins. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. Reiknað er með að skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í vikunni um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga hér á landi. Lesa má frétt New York Times hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59