Íslenskur tónlistariðnaður undirbýr sig fyrir ný tækifæri Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 17:02 Framtíðin gæti litið öðruvísi út á tónleikum. Hér má sjá mikla stemningu meðal áhorfenda á Iceland Airwaves fyrir heimsfaraldurinn. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter. Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira