Góður svefn og meira kynlíf Sandra Mjöll Jónsdóttir- Buch skrifar 7. desember 2020 11:01 Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Kynlíf Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun