Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 09:00 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er ekki lengur í náðinni hjá Trump. AP/Jeff Roberson William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49
Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35