Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 09:00 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er ekki lengur í náðinni hjá Trump. AP/Jeff Roberson William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49
Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35