Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, slökkviliðið og lögreglan var kölluð út vegna slyss sem varð ofarlega í Esjunni um klukkan hálf eitt í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.
Útkall barst um klukkan hálf eitt og komu viðbragðsaðilar á staðinn rétt eftir klukkan eitt. Þyrla Gæslunnar flutti manninn á Landspítala en félagi göngumannsins sem slasaðist er nú á leiðinni niður af fjallinu í fylgd viðbragðsaðila að sögn Davíðs.
Slysið varð í Gunnlaugsskarði, þar sem maðurinn hrasaði á klaka og féll. Aðstæður fyrir viðbragðsaðila voru erfiðar, mikill ís á fjallinu og bratti.
Um 12:30 í dag var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út vegna slyss í Esjunni. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Saturday, December 5, 2020
Fréttin var uppfærð klukkan 13:49.