Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2020 22:16 Arnar Gunnlaugsson er ánægður með halda Kára Árna í herbúðum Víkinga. vísir/daníel þór Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01