OB fékk AaB í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jakob Ahlmann kom gestunum yfir á 41. mínútu og þannig var staðan allt fram á 79. mínútu leiksins. Þá jafnaði Sveinn Aron metin en hann hafði aðeins verið inn á vellinum í rúmlega mínútu.
— Odense Boldklub LIVE (@OdenseBK_LIVE) December 4, 2020
Mikkel Hyllegaard skoraði svo sigurmark OB þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 2-1 lokatölur og OB nú komið upp í 8. sæti deildarinnar með 14 stig.