Fyrrverandi fjármálaráðherra í átta ára fangelsi fyrir spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 15:34 Karl-Heinz Grasser (t.h.) með lögmönnum sínum í dómsal í Vín í dag. Vísir/EPA Kviðdómur í Vín dæmdi Karl-Heinz Grasser, fyrrverandi fjármálaráðherra Austurríkis, í átta ára fangelsi fyrir mútuþægni og misnotkun valds í dag. Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála. Austurríki Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála.
Austurríki Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira