Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2020 21:51 Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson eiga fyrirtækið Kalksalt ehf. á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. Í skemmu við höfnina á Flateyri voru þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og maður hennar Eyvindur Atli Ásvaldsson að búa sendingu til kaupenda. Varan er endurunnið salt. „Salt frá fiskvinnslum, meðal annars Odda frá Patreksfirði. Við erum að endurnýta salt sem annars væri hent, sem er búið að nota í fisk, og steypa úr því saltbætifötur fyrir skepnur,“ segir Sæbjörg Freyja, forstjóri Kalksalts, í fréttum Stöðvar 2. Eyvindur búinn að hlaða jeppann af bætiefnafötum sem eru á leið til bænda.Egill Aðalsteinsson Þau blanda svo í saltið allskyns bætiefnum, eins og vítamínum, kalkþörungum, melassa og hvítlauk. „Þetta er fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. Og einstaka geitur hafa fengið þetta líka,“ segir Eyvindur Atli, sem er kokkur á Hótel Ísafirði að aðalstarfi, en kallar sig þrælinn í þessu verkefni. Þau keyptu fyrirtækið í fyrra og keppa við innflutta saltsteina. Sæbjörg sýnir kalksaltsteina sem búið er að blanda með melassa.Egill Aðalsteinsson „Allar aðrar bætiefnafötur og saltsteinar eru innflutt. Þessvegna er fyrirtækið okkar bara á fljúgandi siglingu núna. Af því að bændur – og allir – við viljum versla bara íslenska vöru,“ segir Sæbjörg. Meira í frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Í skemmu við höfnina á Flateyri voru þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og maður hennar Eyvindur Atli Ásvaldsson að búa sendingu til kaupenda. Varan er endurunnið salt. „Salt frá fiskvinnslum, meðal annars Odda frá Patreksfirði. Við erum að endurnýta salt sem annars væri hent, sem er búið að nota í fisk, og steypa úr því saltbætifötur fyrir skepnur,“ segir Sæbjörg Freyja, forstjóri Kalksalts, í fréttum Stöðvar 2. Eyvindur búinn að hlaða jeppann af bætiefnafötum sem eru á leið til bænda.Egill Aðalsteinsson Þau blanda svo í saltið allskyns bætiefnum, eins og vítamínum, kalkþörungum, melassa og hvítlauk. „Þetta er fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. Og einstaka geitur hafa fengið þetta líka,“ segir Eyvindur Atli, sem er kokkur á Hótel Ísafirði að aðalstarfi, en kallar sig þrælinn í þessu verkefni. Þau keyptu fyrirtækið í fyrra og keppa við innflutta saltsteina. Sæbjörg sýnir kalksaltsteina sem búið er að blanda með melassa.Egill Aðalsteinsson „Allar aðrar bætiefnafötur og saltsteinar eru innflutt. Þessvegna er fyrirtækið okkar bara á fljúgandi siglingu núna. Af því að bændur – og allir – við viljum versla bara íslenska vöru,“ segir Sæbjörg. Meira í frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46