Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2020 19:20 Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem formaður Neytendasamtakanna segir að muni hækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum til að hægt verði að hækka einnig verð á innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson. Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson.
Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20
Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46