Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 06:16 Robert Redfield var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir þróun Covid-19 faraldursins í Bandaríkjunum. epa/Chris Kleponis Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. „Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira