Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:19 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28
Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01