Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:19 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28
Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01