Víðtæk bilun í símkerfum og netkerfum heilsugæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 13:59 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bilunina vera mjög mikið mál, enda hægi hún á allri starfsemi. Vísir/Vilhelm Víðtæk bilun hefur verið í símkerfum og netkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í allan dag. Bilunin hefur haft mikil áhrif á starfsemina og hefur neyðst til að fresta miklum fjölda tíma og verkefna. Þetta staðfestir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. „Þetta er búið að vera svona í allan dag og við erum búin að reyna að hökta í gegnum þetta. Þetta gengur hins vegar mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Það eru allir í því að reyna að finna út hvað þetta er, en þetta virðist ekki einungis vera bundið við heilsugæsluna heldur eitthvað þar fyrir utan líka.“ Ekki hægt að afgreiða lyfseðla Óskar segir bilunina vera mjög mikið mál, enda hægi hún á allri starfsemi. „Við getum til dæmis ekki afgreitt lyfseðla, þó að við séum með bráðaþjónustu.“ Skjáskot af heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Hann segir að bilunin valdi því að ekki sé mögulegt að leita í heilsuskrám, eiga í eðlilegum samskiptum við aðrar stofnanir og fleira. Fjöldi verkefna sem frestast Óskar segir að starfsmenn heilsugæslunnar reyni að nýta símann og afgreiða fólk þannig. Þetta líti hins vegar ekki vel út með daginn. „Það eru ótrúlega mörg verkefni sem frestast fram á næsta dag vegna þessa.“ Tölvudeild heilsugæslunnar og landlæknis og þjónustuaðilar vinna nú að því að leysa úr biluninni. Enn hefur þó ekki tekist að hafa uppi á henni. Uppfært 14:04. Í tilkynningu til fjölmiðla frá heilsugæslunni kemur fram að svo virðist sem að kerfin séu að komast í lag. Fjarskipti Heilbrigðismál Reykjavík Heilsugæsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Þetta staðfestir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. „Þetta er búið að vera svona í allan dag og við erum búin að reyna að hökta í gegnum þetta. Þetta gengur hins vegar mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Það eru allir í því að reyna að finna út hvað þetta er, en þetta virðist ekki einungis vera bundið við heilsugæsluna heldur eitthvað þar fyrir utan líka.“ Ekki hægt að afgreiða lyfseðla Óskar segir bilunina vera mjög mikið mál, enda hægi hún á allri starfsemi. „Við getum til dæmis ekki afgreitt lyfseðla, þó að við séum með bráðaþjónustu.“ Skjáskot af heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Hann segir að bilunin valdi því að ekki sé mögulegt að leita í heilsuskrám, eiga í eðlilegum samskiptum við aðrar stofnanir og fleira. Fjöldi verkefna sem frestast Óskar segir að starfsmenn heilsugæslunnar reyni að nýta símann og afgreiða fólk þannig. Þetta líti hins vegar ekki vel út með daginn. „Það eru ótrúlega mörg verkefni sem frestast fram á næsta dag vegna þessa.“ Tölvudeild heilsugæslunnar og landlæknis og þjónustuaðilar vinna nú að því að leysa úr biluninni. Enn hefur þó ekki tekist að hafa uppi á henni. Uppfært 14:04. Í tilkynningu til fjölmiðla frá heilsugæslunni kemur fram að svo virðist sem að kerfin séu að komast í lag.
Fjarskipti Heilbrigðismál Reykjavík Heilsugæsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira