Vill sjá forystu ÍSÍ meira áberandi út á við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2020 12:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vill sjá forsvarsmenn ÍSÍ láta meira til sín taka í umræðunni. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir ÍSÍ vinna gott starf en neitar því ekki að myndi vilja sjá fulltrúa sambandsins meira áberandi út á við. Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira