Vill sjá forystu ÍSÍ meira áberandi út á við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2020 12:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vill sjá forsvarsmenn ÍSÍ láta meira til sín taka í umræðunni. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir ÍSÍ vinna gott starf en neitar því ekki að myndi vilja sjá fulltrúa sambandsins meira áberandi út á við. Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira