Fær annað tækifæri með Vanderbilt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 13:30 Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar er hún hóf síðari hálfleik í leik Vanderbilt Commodores og Missouri Tigers. Zach Bland/Getty Images Sarah Fuller varð á dögunum fyrsti kvenmaðurinn til að keppa á hæsta stigi háskólaboltans í amerískum fótbolta. Þjálfari liðsins hefur ákveðið að taka Fuller með í næsta leik sem er gegn einu af bestu liðum landsins. Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá. NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá.
NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01
Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16