Körfubolti

Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anthony Davis sést hér fagna sigri í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Á bakvið hann er Kentavious Caldwell-Pope en sá skrifaði undir nýjan samning við meistarana á dögunum.
Anthony Davis sést hér fagna sigri í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Á bakvið hann er Kentavious Caldwell-Pope en sá skrifaði undir nýjan samning við meistarana á dögunum. AP Photo/Mark J. Terrill

Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs.

Nær öruggt er að Davis skrifi undir hámarkssamning við Lakers á næstu dögum, mögulega strax í dag. Það sem vekur hvað mesta athygli samkvæmt spekingum NBA-deildarinnar er að hinn 27 ára gamli Davis geti nánast ákveðið lengd samningsins sjálfur.

Lakers hafa verið að safna liði undanfarin til að verja titilinn en deildin fer aftur af stað þann 22. desember næstkomandi. Lakers mætir hins vegar Los Angeles Clippers í æfingaleik þann 11. desember.

Talið er að Davis verði búinn að semja þá en stóra spurningin er hvort hin ofurstjarna liðsins, LeBron James, verði klár í slaginn þá eða hvort hann fái aðeins lengra frí en samherjar sínir þar sem hann er að fara hefja sitt 18. ár í deildinni.


Tengdar fréttir

Semur aftur við meistarana

Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð.

Lakers fær hinn Gasol-bróðurinn

Pau Gasol varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers og yngri bróðir hans, Marc, fær núna tækifæri til að leika sama leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×