Tökum höndum saman Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:01 Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun