Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. nóvember 2020 20:11 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira