Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 17:17 Jón Páll Eyjólfsson var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2014 til 2018. Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira