Verum á varðbergi gegn ofbeldi Margrét Steinarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:00 Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar