Kjartan Henry skipti frá Vejle yfir til Horsens skömmu eftir að tímabilið í Danmörku hófst þar sem hann taldi sig ekki vera fá sanngjarna meðferð í liði Vejle. Kjartan ákvað að sýna sínum fyrrum vinnuveitendum hverju þeir eru að missa af í leik dagsins.
Louka Prip kom Horsens yfir snemma leik og Kjartan Henry bætti við marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik því 2-0 og Jannik Pohl bætti því þriðja við skömmu eftir að síðari hálfleikur hófst.
Vejle minnkaði muninn í uppbótartíma og lokatölur því 3-1 Horsens í vil. Sigurinn þýðir að Horsens er komið með sex stig eftir tíu leiki.
Kjartan Henry var í byrjunarliði Horsens en var tekinn af velli á 87. mínútu. Í hans stað kom Ágúst Eðvald Hlynsson, hinn Íslendingurinn í herbúðum Horsens.