Lögreglan í París beitti táragasi gegn mótmælendum sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 16:53 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í París og víðar um Frakkland í dag þar sem frumvarpinu er mótmælt. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þónokkur mótmæli hafa brotist út í Frakklandi gegn frumvarpi sem kveður meðal annars á um að hvers kyns myndataka af lögreglu við skyldustörf verði gerð að saknæmu athæfi, sé myndatakan „í annarlegum tilgangi.“ Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020 Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020
Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira