Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 12:19 Kvenfélagskonur úr uppsveitum Árnessýslu, sem komu saman í vottuðu eldhúsi Skálholts í gærkvöldi og bökuðu þar um eitt þúsund kleinur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is Bláskógabyggð Matur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is
Bláskógabyggð Matur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira