Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Málflutningur Donald Trumps og bandamanna hans hefur ekki hlotið hljómgrunn meðal dómara í Bandaríkjunum. AP/Patrick Semansky Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira