Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 27. nóvember 2020 18:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar um helgina að leggjast yfir tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um aðgerðir 2. desember. Þórólfur og Svandís ætla bæði að fylgjast með tölum um helgina en núverandi reglugerð um hertar aðgerðir gildir til og með 1. desember. Vísir/Vilhelm Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetninguna. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku og gjörgæsludeild Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri eru efstir á lista og svo kemur heilbrigðisstarfsfólk koll af kolli í fyrstu fimm hópunum sem telja um tuttugu þúsund manns. Í framhaldi af því er horft til fólks sextíu ára og eldri. Hópaskiptinguna má sjá hér að neðan. Forgangshóparnir tíu. Á vef Stjórnarráðsins segir að við smíði reglugerðarinnar var horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum. Líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðunina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar svo sem hvaða bóluefni er notað og fyrir hvaða hópa og er einnig heimilt að víkja frá forgangsröðun reglugerðarinnar ef nauðsyn ber til.Vísir/Vilhelm Leggja á sérstaka áherslua á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. „Þetta á við um heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19, heilbrigðisstarfsmenn sem framkvæmda sýnatökur vegna gruns um COVID-19 og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi.“ Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar. Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti.Landspítali/Þorkell Þorkelsson „Í mestum forgangi eru tiltölulega fámennir hópar en áætlað er að að í fyrstu fimm forgangshópunum séu rúmlega 20.000 einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar hins vegar umtalsvert því þar er forgangsraðað þeim sem eru 60 ára og eldri. Í sjöunda hópnum eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, í áttunda hópnum starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu, í níunda hópnum einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna og loks eru í tíunda hópnum allir aðrir sem óska bólusetningar, eftir því sem sóttvarnalæknir ákveður.“ Ekki er gert ráð fyrir í reglugerðinni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19 nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetninguna. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku og gjörgæsludeild Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri eru efstir á lista og svo kemur heilbrigðisstarfsfólk koll af kolli í fyrstu fimm hópunum sem telja um tuttugu þúsund manns. Í framhaldi af því er horft til fólks sextíu ára og eldri. Hópaskiptinguna má sjá hér að neðan. Forgangshóparnir tíu. Á vef Stjórnarráðsins segir að við smíði reglugerðarinnar var horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum. Líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðunina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar svo sem hvaða bóluefni er notað og fyrir hvaða hópa og er einnig heimilt að víkja frá forgangsröðun reglugerðarinnar ef nauðsyn ber til.Vísir/Vilhelm Leggja á sérstaka áherslua á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. „Þetta á við um heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19, heilbrigðisstarfsmenn sem framkvæmda sýnatökur vegna gruns um COVID-19 og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi.“ Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar. Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti.Landspítali/Þorkell Þorkelsson „Í mestum forgangi eru tiltölulega fámennir hópar en áætlað er að að í fyrstu fimm forgangshópunum séu rúmlega 20.000 einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar hins vegar umtalsvert því þar er forgangsraðað þeim sem eru 60 ára og eldri. Í sjöunda hópnum eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, í áttunda hópnum starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu, í níunda hópnum einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna og loks eru í tíunda hópnum allir aðrir sem óska bólusetningar, eftir því sem sóttvarnalæknir ákveður.“ Ekki er gert ráð fyrir í reglugerðinni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19 nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira