Bráðalæknar á nýrri samskiptamiðstöð „í beinni“ við heilbrigðisstarfsfólk út á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 21:58 Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Egill Landspítalinn hefur sett á fót samskiptamiðstöð fjarheilbrigðisþjónustu til að bregðast við því að björgunarflug Landhelgisgæslunnar verður ekki tiltækt um helgina. Læknar í Reykjavík geta aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk úti á landi ef bráðatilfelli koma upp. Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01