Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 14:50 Kristján Vilhelmsson á 36 prósenta hlut í Samherja. Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. Fjögur tilboð bárust og var tilboð félagsins hæsta gilda tilboðið að því er fram kemur á vef Landsbankans. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi stendur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann á dögunum fyrir að setja húsið á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Á vefsíðu Landsbankans segir að fjögur tilboð hafi borist en fallið frá einu þeirra. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi. Leó Árnason, athafnamaður á Selfossi, við eina af teikningunum af nýja miðbænum.vísir/magnús hlynur „Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra, segir Leó Árnason á vefsíðu Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankahúsið á Selfossi fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum. „Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“ Árborg Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30 „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Fjögur tilboð bárust og var tilboð félagsins hæsta gilda tilboðið að því er fram kemur á vef Landsbankans. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi stendur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann á dögunum fyrir að setja húsið á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Á vefsíðu Landsbankans segir að fjögur tilboð hafi borist en fallið frá einu þeirra. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi. Leó Árnason, athafnamaður á Selfossi, við eina af teikningunum af nýja miðbænum.vísir/magnús hlynur „Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra, segir Leó Árnason á vefsíðu Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankahúsið á Selfossi fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum. „Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“
Árborg Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30 „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13