Einvígi gamla og nýja tímans þegar Brady og Mahomes mætast í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2020 10:31 Tom Brady og Patrick Mahomes eftir síðasta leik þeirra en þá var Brady leikmaður New England Patriots. Getty/Matthew J. Lee Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira