Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 06:27 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að hann muni fara úr Hvíta húsinu fari það svo að kjörmennirnir kjósi Joe Biden. Getty/Erin Schaff - Pool Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar. Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fram fóru þann 3. nóvember og sagði við fréttamenn í gærkvöldi að það yrði erfitt að játa sig sigraðan. Bandaríska kosningakerfið er þannig að í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Biden hefur tryggt sér 306 kjörmenn og Trump 232. Trump ræddi við fréttamenn úr Hvíta húsinu í gær. Hann var spurður að því hvort hann myndi fara úr Hvíta húsinu ef hann tapaði í kosningunni hjá kjörmönnunum. „Auðvitað mun ég gera það, auðvitað mun ég gera það og þú veist það,“ svaraði Trump. Hann bætti síðar við að ef kjörmennirnir myndu kjósa Biden þá væru það mistök af þeirra hálfu. Þá gaf hann til kynna að hann myndi aldrei formlega viðurkenna ósigur. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Líkt og undanfarnar vikur var ásökunin um kosningasvindl sett fram án nokkurra sannana og hefur enginn rökstuddur grunaður vaknað um slíkt svindl í neinu ríki Bandaríkjanna í kjölfar kosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fram fóru þann 3. nóvember og sagði við fréttamenn í gærkvöldi að það yrði erfitt að játa sig sigraðan. Bandaríska kosningakerfið er þannig að í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Biden hefur tryggt sér 306 kjörmenn og Trump 232. Trump ræddi við fréttamenn úr Hvíta húsinu í gær. Hann var spurður að því hvort hann myndi fara úr Hvíta húsinu ef hann tapaði í kosningunni hjá kjörmönnunum. „Auðvitað mun ég gera það, auðvitað mun ég gera það og þú veist það,“ svaraði Trump. Hann bætti síðar við að ef kjörmennirnir myndu kjósa Biden þá væru það mistök af þeirra hálfu. Þá gaf hann til kynna að hann myndi aldrei formlega viðurkenna ósigur. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Líkt og undanfarnar vikur var ásökunin um kosningasvindl sett fram án nokkurra sannana og hefur enginn rökstuddur grunaður vaknað um slíkt svindl í neinu ríki Bandaríkjanna í kjölfar kosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira