Grátlegt tap hjá Sverri Inga í Hollandi | Leicester City komið áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Sverrir Ingi og félagar misstu niður 2-0 forystu í kvöld. @PAOK_FC PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00
Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45
Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55