Grátlegt tap hjá Sverri Inga í Hollandi | Leicester City komið áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Sverrir Ingi og félagar misstu niður 2-0 forystu í kvöld. @PAOK_FC PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00
Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45
Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55