Kórónuveiran hreiðrar um sig hjá Hröfnunum og leikur kvöldsins færður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 13:41 Það kom upp hópsmit í herbúðum Baltimore Ravens. Getty/Patrick Smith Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Ekkert verður að leik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem átti að vera spilaður Í NFL-deildinni í dag og var kvöldleikurinn á Þakkargjörðardaginn. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að kórónuveiran hafi náð að skapa usla í NFL-deildinni á sjálfan Þakkargjörðardaginn. Það verða því bara tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag en ekki þrír. Þetta er í fyrsta sinn sem Þakkargjörðardagsleikirnir eru sýndir beint í íslensku sjónvarpi. Breaking: The Ravens-Steelers Thanksgiving game has been postponed until Sunday afternoon, the NFL announced. pic.twitter.com/25eE7bXCL8— SportsCenter (@SportsCenter) November 25, 2020 Lokaleikur kvöldsins átti að vera stórleikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er innbyrðis leikur tveggja öflugra liða í AFC Norður. Pittsburgh Steelers hefur unnið fyrstu tíu leiki sína en Baltimore Ravens er með sex sigra í tíu leikjum. Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig hjá Hröfnunum og hefur nokkrir leikmenn liðsins þurft að fara í einangrun vegna smita og aðrir hafa síðan þurft að fara í sóttkví vegna návígis við hina. Alls hafa alla vega sjö leikmenn Baltimore Ravens smitast af kórónuveirunni og þeir munu örugglega missa af leiknum þegar hann fer fram á sunnudaginn. Það er aftur á móti meiri líkur á því að leikmenn losni út sóttkví fyrir leikinn komi þeir neikvæðir út úr smitprófum. Leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers hefur nú verið settur á um miðjan dag á sunnudaginn að íslenskum tíma. Þetta er í annað skiptið sem NFL-deildin hefur þurft að færa til leik Pittsburgh Steelers vegna smita hjá mótherjunum og stjörnuútherjinn og samfélagsstjarnan JuJu Smith-Schuster var ekki alltof sáttur við það að missa af því að spila kvöldleik á Þakkargjörðardeginum. First the NFL takes away our bye week because another team can t get their Covid situation together, now they take away our Thanksgiving primetime game for the same reason. Smh.— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) November 25, 2020 Leikirnir sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4.
NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira