Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 10:28 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. AP/Patrick Semansky Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira