Valur vill breytingar á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 18:46 Það gæti farið svo að meistaraflokkar Vals taki ekki þátt í Reykjavíkurmótinu árið 2021. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur gefið út tilkynningu þess efnis að lið þeirra stefni ekki á að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu nema breytingar eigi sér stað á mótshaldi. Greint er frá þessu á Fótbolti.net. Þar segir að Valur skori á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, til að breyta mótshaldi Reykjavíkurmótsins. Mótið fer vanalega fram í Egilshöll í janúar og febrúar ár hvert. Valur segir að ef það breytist ekki þá mun félagið draga bæði meistaraflokk karla og kvenna úr mótinu á næsta ári. „Reykjavíkurmótið var sett á laggirnir 1915 og var á sínum tíma glæsilegt og mikilsvert mót en vegur þess hefur minnkað í gegnum tíðina og allur sjarmi, virðing og reisn farin. Þess má geta að meistaraflokkur Vals kvenna hefur oftast farið með sigur að hólmi í þessu móti og karlalið félagsins hefur hampað Reykjavíkurbikarnum 22 sinnum þannig að við þekkjum þetta mót nokkuð vel," segir Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals við Fótbolti.net. „Valur skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utanumhald, leikjadagskrá og bæta við verðlaunafé og hefja þetta fornfræga mót aftur til virðingar,“ segir einnig í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá punkta Vals um hvað má betur fara. Valur hefur farið fram á að leika sina leiki á sínum leikvelli eða sambærilegum gervigrasvöllum í borginni [KR, ÍR, Víkingur, Fylkir, Leiknir, Valur, Fjölnir, Fram og Þróttur hafa öll ágætis gervigrasvelli til umráða á sínum svæðum]. Núverandi umgjörð er lítil sem engin. Klefar og umhirða í kringum varamannaskýli ekki boðleg. Leikdagar og leiktími seint á kvöldin. Grasið / undirlagið ekki vökvað og slysahætta veruleg - ÍBR hefji mótið aftur til vegs og virðingar ella leggi það einfaldlega niður. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Knattspyrnufélagið Valur hefur gefið út tilkynningu þess efnis að lið þeirra stefni ekki á að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu nema breytingar eigi sér stað á mótshaldi. Greint er frá þessu á Fótbolti.net. Þar segir að Valur skori á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, til að breyta mótshaldi Reykjavíkurmótsins. Mótið fer vanalega fram í Egilshöll í janúar og febrúar ár hvert. Valur segir að ef það breytist ekki þá mun félagið draga bæði meistaraflokk karla og kvenna úr mótinu á næsta ári. „Reykjavíkurmótið var sett á laggirnir 1915 og var á sínum tíma glæsilegt og mikilsvert mót en vegur þess hefur minnkað í gegnum tíðina og allur sjarmi, virðing og reisn farin. Þess má geta að meistaraflokkur Vals kvenna hefur oftast farið með sigur að hólmi í þessu móti og karlalið félagsins hefur hampað Reykjavíkurbikarnum 22 sinnum þannig að við þekkjum þetta mót nokkuð vel," segir Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals við Fótbolti.net. „Valur skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utanumhald, leikjadagskrá og bæta við verðlaunafé og hefja þetta fornfræga mót aftur til virðingar,“ segir einnig í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá punkta Vals um hvað má betur fara. Valur hefur farið fram á að leika sina leiki á sínum leikvelli eða sambærilegum gervigrasvöllum í borginni [KR, ÍR, Víkingur, Fylkir, Leiknir, Valur, Fjölnir, Fram og Þróttur hafa öll ágætis gervigrasvelli til umráða á sínum svæðum]. Núverandi umgjörð er lítil sem engin. Klefar og umhirða í kringum varamannaskýli ekki boðleg. Leikdagar og leiktími seint á kvöldin. Grasið / undirlagið ekki vökvað og slysahætta veruleg - ÍBR hefji mótið aftur til vegs og virðingar ella leggi það einfaldlega niður.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira