Fox semur við foreldra Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 13:40 Frá höfuðstöðvum Fox News í New York. AP/Richard Drew Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða. Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða.
Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira