Fox semur við foreldra Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 13:40 Frá höfuðstöðvum Fox News í New York. AP/Richard Drew Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða. Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira
Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða.
Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira