Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 22:06 Heilbrigðisstarfsfólk á spítala í Madison í Wisconsin. AP/John Hart Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira