Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 13:57 Til átaka kom á milli lögregluþjóna annarsvegar og aðgerðasinna og farand- og flóttamanna hins vegar. AP/Alexandra Henry Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020 Frakkland Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020
Frakkland Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira