Sara Sigmunds er næstum því vegan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fer aðrar leiðir í mataræði heldur en margir. Instagram/@sarasigmunds Það þarf alvöru bensín á skrokkinn þegar þú ert afrekskona í CrossFit íþróttinni og íslenska CrossFit stjarnan er að sína það að plöntumatarræði getur skilað þér næstum því fullum tanki fyrr æfingar og keppni. Sara Sigmundsdóttir ræddi aðeins mataræðið sitt á dögunum í viðtali við Dan Williams hjá WIF Fitness. Dan Williams varpaði fram spurningunni á Söru um hversu lengi hún hafi byggt sitt mataræði á plöntufæði „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af dýrum en lifði í hálfgerðri afneitun áður um að þú gætir ekki verið afreksíþróttamaður ef þú lifðir á plöntufæði,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Það sem ég get sagt núna er að þú getur lifað 80 til 85 prósent á plöntufæði ef þú ert íþróttamaður sem vinnur með styrk. Þú þarft alltaf á einhverjum dýraafurðum að halda og þess vegna segi að ég lifi á plöntufæði en að ég sé ekki vegan,“ sagði Sara. Vegan er sá sem lifur algjörlega án þess að neyta mjólkur-, eggja-, fisk- og kjötafurða. Sara sagðist hafa skipt endanlega yfir í þetta mataræði af því að hún horfði kannski á aðeins of margar heimildarmyndir um slæman aðbúnað dýra. Það var sérstaklega ein um lítinn fugl sem hafði áhrif á hana. „Ég ætlaði að fara á fá mér kjúkling eftir að hafa horft á þessar heimildarmyndir en ég hafði ekki lyst á honum og gat það ekki,“ sagði Sara „Ég á fugl sem ég hef átt í sautján ár og í einni heimildarmyndinni var lítill gulur fugl sem lenti í pressu. Það var eini fuglinn sem var á lífi og hann kramdist í vélinni. Hljóðið sem kom frá honum var hrikalegt og þegar ég ætlaði að borða kjúklinginn þá heyrði ég bara þetta hljóð,“ sagði Sara. Hún vissi samt alltaf af því að hún yrði að passa upp á það að þetta hefði ekki áhrif á getu hennar á æfingum og í keppni. „Líkaminn brást mjög vel við þessu. Þegar þú borðar plöntufæði þá þarftu aðallega að passa þig á því að fá allar aminósýrurnar sem úr fræð vanalega úr kjöti,“ sagði Sara en það má heyra hana ræða þetta eftir rúmar 24 mínútur í myndbandinu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Það þarf alvöru bensín á skrokkinn þegar þú ert afrekskona í CrossFit íþróttinni og íslenska CrossFit stjarnan er að sína það að plöntumatarræði getur skilað þér næstum því fullum tanki fyrr æfingar og keppni. Sara Sigmundsdóttir ræddi aðeins mataræðið sitt á dögunum í viðtali við Dan Williams hjá WIF Fitness. Dan Williams varpaði fram spurningunni á Söru um hversu lengi hún hafi byggt sitt mataræði á plöntufæði „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af dýrum en lifði í hálfgerðri afneitun áður um að þú gætir ekki verið afreksíþróttamaður ef þú lifðir á plöntufæði,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Það sem ég get sagt núna er að þú getur lifað 80 til 85 prósent á plöntufæði ef þú ert íþróttamaður sem vinnur með styrk. Þú þarft alltaf á einhverjum dýraafurðum að halda og þess vegna segi að ég lifi á plöntufæði en að ég sé ekki vegan,“ sagði Sara. Vegan er sá sem lifur algjörlega án þess að neyta mjólkur-, eggja-, fisk- og kjötafurða. Sara sagðist hafa skipt endanlega yfir í þetta mataræði af því að hún horfði kannski á aðeins of margar heimildarmyndir um slæman aðbúnað dýra. Það var sérstaklega ein um lítinn fugl sem hafði áhrif á hana. „Ég ætlaði að fara á fá mér kjúkling eftir að hafa horft á þessar heimildarmyndir en ég hafði ekki lyst á honum og gat það ekki,“ sagði Sara „Ég á fugl sem ég hef átt í sautján ár og í einni heimildarmyndinni var lítill gulur fugl sem lenti í pressu. Það var eini fuglinn sem var á lífi og hann kramdist í vélinni. Hljóðið sem kom frá honum var hrikalegt og þegar ég ætlaði að borða kjúklinginn þá heyrði ég bara þetta hljóð,“ sagði Sara. Hún vissi samt alltaf af því að hún yrði að passa upp á það að þetta hefði ekki áhrif á getu hennar á æfingum og í keppni. „Líkaminn brást mjög vel við þessu. Þegar þú borðar plöntufæði þá þarftu aðallega að passa þig á því að fá allar aminósýrurnar sem úr fræð vanalega úr kjöti,“ sagði Sara en það má heyra hana ræða þetta eftir rúmar 24 mínútur í myndbandinu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira