„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 09:35 Frá vettvangi slyssins á Þingvallavegi í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna. Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna.
Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira