Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 23:30 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11