Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 17:37 Þegar hafa rúmlega þrjátíu þúsund íbúar Tigray-héraðs flúið yfir til Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að linni ástandinu ekki megi búast við að 170 þúsund til viðbótar flýji héraðið á næstu sex mánuðum. EPA-EFE/LENI KINZLI Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis. Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis.
Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41