Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:38 Portúgalar hafa verið hvattir til að takmarka ferðalög milli landshluta fyrir jólin. EPA-EFE/Jose Sena Goulao Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09
Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34
Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35