Mætti óboðinn á leynilegan fjarfund varnarmálaráðherra ESB Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 16:30 Eins og sjá má skar hinn hollenski Verlaan sig úr þegar hann var kominn inn á fundinn. Twitter Hollenskum blaðamanni að nafni Daniel Verlaan tókst að komast inn á leynilegan fjarfund þar sem varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu saman. Hann komst inn á fundinn eftir að varnarmálaráðherra Hollands deildi upplýsingum um fundinn á Twitter fyrir slysni. Í myndbandi af atvikinu sést að Verlaan var heldur hissa þegar honum var hlepyt inn á fundinn. Hann var þó léttur í bragði og veifaði til fundargesta. That @danielverlaan hack of the EU defence ministers' meeting? This is how it looked from the inside. Comedy gold. pic.twitter.com/1qvVYKsDpt— Michiel van Hulten (@mvanhulten) November 20, 2020 „Þú veist að þú ert búinn að hoppa inn á leynilegan fund,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. „Já, fyrirgefið. Ég er blaðamaður frá Hollandi. Afsakið að ég skuli hafa truflað fundinn ykkar,“ sagði Verlaan og kvaðst ætla að yfirgefa fundinn. „Þú veist að þetta er lögbrot, er það ekki? Þú ættir að fara áður en lögreglan kemur,“ sagði Borrell þá. Þó að uppákoman hafi vakið mikinn hlátur viðstaddra er málið litið alvarlegum augum og verður tilkynnt til viðeigandi yfirvalda, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni utanríkismálaráðs Evrópusambandsins. Talsmaður hollenska varnarmálaráðuneytisins segir „heimskuleg mistök“ hafa valdið því að upplýsingar til þess að komast inn á fundinn hafi farið á netið. „Þetta sýnir hversu varlega maður þarf að fara þegar maður sendir myndir af svona fundum.“ Evrópusambandið Holland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hollenskum blaðamanni að nafni Daniel Verlaan tókst að komast inn á leynilegan fjarfund þar sem varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu saman. Hann komst inn á fundinn eftir að varnarmálaráðherra Hollands deildi upplýsingum um fundinn á Twitter fyrir slysni. Í myndbandi af atvikinu sést að Verlaan var heldur hissa þegar honum var hlepyt inn á fundinn. Hann var þó léttur í bragði og veifaði til fundargesta. That @danielverlaan hack of the EU defence ministers' meeting? This is how it looked from the inside. Comedy gold. pic.twitter.com/1qvVYKsDpt— Michiel van Hulten (@mvanhulten) November 20, 2020 „Þú veist að þú ert búinn að hoppa inn á leynilegan fund,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. „Já, fyrirgefið. Ég er blaðamaður frá Hollandi. Afsakið að ég skuli hafa truflað fundinn ykkar,“ sagði Verlaan og kvaðst ætla að yfirgefa fundinn. „Þú veist að þetta er lögbrot, er það ekki? Þú ættir að fara áður en lögreglan kemur,“ sagði Borrell þá. Þó að uppákoman hafi vakið mikinn hlátur viðstaddra er málið litið alvarlegum augum og verður tilkynnt til viðeigandi yfirvalda, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni utanríkismálaráðs Evrópusambandsins. Talsmaður hollenska varnarmálaráðuneytisins segir „heimskuleg mistök“ hafa valdið því að upplýsingar til þess að komast inn á fundinn hafi farið á netið. „Þetta sýnir hversu varlega maður þarf að fara þegar maður sendir myndir af svona fundum.“
Evrópusambandið Holland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira